Innlent

„Það eru foreldrar að svelta sig til að eiga mat fyrir börnin“

Er raunveruleg fátækt í okkar 320 þúsund manna samfélagi og er hún nær okkur en við höldum? Í sjöunda þætti Bresta, sem er til sýninga á Stöð 2 á mánudaginn, skoðar Þórhildur Þorkelsdóttir landslag fátæktar á Íslandi.

Meðal viðmælenda í þættinum eru þrjár háskólamenntaðar konur sem þurfa reglulega að leita í mataraðstoð. Þá verður fylgst með hópi sem þiggur mat og aðrar nauðsynjar í gegnum síðuna Matargjafir á Facebook. Það er í mörgum tilfellum vinnandi fjölskyldufólk sem tekst ekki að ná endum saman eftir að helstu reikningar hafa verið greiddir.

„Það eru foreldrar að svelta sig til að eiga mat fyrir börnin, til dæmis þegar þau koma úr skólanum, svo þau finni ekki fyrir þessum mikla skorti”. Þetta segir einn umsjónarmanna síðunnar, en á henni óskar fólk til að mynda eftir þurrmjólk, bleyjum og flöskum til að fara með í endurvinnslu og skrapa þannig saman fyrir helstu nauðsynjum.

Sjöundi þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 mánudaginn 1. desember klukkan 20:25.


Tengdar fréttir

Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar

"Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×