Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2014 20:00 Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín. Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín.
Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12