Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2014 20:00 Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín. Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín.
Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12