Innlent

Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bæirnir Langholt 1 og Langholt 2 eru í Flóahreppi.
Bæirnir Langholt 1 og Langholt 2 eru í Flóahreppi. Vísir

Talið er að það geti dregið til tíðinda í illvígri nágrannadeilu á milli ábúenda á bæjunum Langholti 1 og Langholti 2 í Flóahreppi í fyrramálið. Íbúarnir á Langholti 2 létu koma með stóra beltagröfu í dag við Langholt 1, sem á að eyðileggja 40 metra langa og eins metra háa vegghleðslu við bæinn.



Málið snýst um landamerki á milli bæjanna og hefur deilan náð hápunkti síðustu daga. Lögreglan á staðinn þrisvar í síðustu viku, síðast á laugardaginn.



„Ætli lögreglan hafi ekki komið hingað 65 sinnum síðustu 18 mánuði en á þeim tíma hef ég fengið á mig einhverjar 30 kærur og og þrjár manndrápshótanir frá nágrönnum mínum“, segir Hreggviður Hermannsson í Langholti 1. Hann segir að lóðablöð, sem eiga að geta skorið úr málinu fyrir báðar jarðirnar hafi týnst á skrifstofu Sýslumannsins á Selfoss. Það sé allt hið furðulegasta mál.



„Já, það er komin stór beltagrafa á staðinn til að rífa vegginn niður á morgun en þannig vonast ég til að málið sé úr sögunni. Nágrannar mínir í Langholti 1 hafa sýnt mér og minni fjölskyldu mikið ofbeldi síðustu ár, Hreggviður hefur til dæmis keyrt á mig einu sinni og á konuna mína þrisvar sinnum“, segir Ragnar Björgvinsson á Langholti 2. Hann segir að 97% íbúa Flóahrepps standi með sér og sinni fjölskyldu í deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×