Skoðun

Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir

Kristján Gunnarsson skrifar

Undirritaður sem starfaði sem mjólkureftirlitsmaður á Norður og Austurlandi í 32 ár vill að eftirfarandi komi fram vegna ásakana tveggja ágætra samborgara þeirra Sigurðar og Andra um ofsóknir bænda í Auðbrekku, Hörgárdal.

Það er nefnilega ekki sagt frá rógburði þeirra félaga um hjónin í Auðbrekku.

Það barst bréf frá þeim félögum Sigurði og Andra til mjólkurbússtjóra MS á Akureyri fyrir u.þ.b 2 árum sem þar sem þeir félagar saka Auðbrekkubændur um sóðaskap, illa umgengni og annað svo slæmt höfðu þeir heyrt að ábyrgðarhluti væri að kaupa áfram af þeim mjólk.

Þetta vægast sagt kom mér sem eftirlitsmanni verulega á óvart að heyra, enda höfðu þeir Sigurður og Andri ekki séð óhroðann með eigin augum heldur frétt þetta og hitt og heyrt að sóðaskapur ábúenda væri altalaður í sveitinni, en sem sé þetta voru að þeirra sögn sögur sagðar eftir öðrum.

Til að bregðast við kvörtuninni jafnvel þó hún væri "heyrð frá öðrum" var undirritaður sendur í Auðbrekku til skyndiskoðunar og eftirlits svo sannreyna mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra.

Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku.

Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af  einkennilegum hvötum.

Það er sorglegt að sjá hve sumir eru reiðubúnir að fella dóma eftir sögusögnum og þó þeir þekki aðeins aðra hlið málsins og nefni hér sem dæmi háð og spott Bubba Morteins í garð Auðbrekkuhjóna, það er honum og hans fylgisveinum kjaftasagna til lítillækkunar.

Kristján Gunnarsson f.v. mjólkureftirlitsmaður.


Tengdar fréttir

Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal

Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá.




Skoðun

Sjá meira


×