Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 16:04 Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur. Vísir Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45