Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2014 09:31 Gísli Tryggvason er nú orðinn talsmaður Sigga og Odds Andra í Hörgárdal. Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“ Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13
Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent