Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 16:30 Alfreð Gíslason, lukkudýr Meistaradeildarinnar og Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?" Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?"
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05