Trúmál í skólum Örn Bárður Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 10:15 Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar