Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar