Þjóðin á að ráða Árni Páll Árnason skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar