Innlent

Kasparov heimsækir leiði Fischers

Freyr Bjarnason skrifar
Heimsmeistarinn fyrrverandi verður heiðursgestur.
Heimsmeistarinn fyrrverandi verður heiðursgestur. Nordicphotos/Getty

Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur.

Heiðursgestur verður Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og verður hann á landinu 9.-11. mars. Hann ætlar að heimsækja leiði Bobbys Fischer á 71. fæðingardegi Fischers, 9. mars.

Kasparov mun einnig árita bækur fyrir skákáhugamenn í Hörpu 10. mars. Búist er við metþátttöku í mótinu. Gera má ráð fyrir að keppendur verði á bilinu 260 til 270 talsins, frá um 45 löndum. Meðal keppenda eru 27 stórmeistarar og þrjátíu alþjóðlegir meistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×