Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi Guðni Ágústsson skrifar 6. mars 2014 06:00 „Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
„Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun