Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi Guðni Ágústsson skrifar 6. mars 2014 06:00 „Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun