Þegar ég fór í greiðslumat Agnes Ósk Valdimarsdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun