Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:00 Sverrir þór Sverrisson er þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Vísir/Anton Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira