"Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2014 07:00 Talsverður fjöldi fólks mótmælti fyrir framan Alþingishúsið í gær þrátt fyrir ofsaveður. Vísir/Daníel „Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag. ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag.
ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38
ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14