Er EES-leið greið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun