Ráðdeild eða refsivöndur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2014 07:00 Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar