Jón Ólafsson og Krímskaginn Þröstur Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun