Að ráða eigin lífi, búsetu og búðarferðum Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var undirritaður fyrir Íslands hönd í marsmánuði 2007. Markmið hans er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við ófatlað fólk á öllum sviðum samfélagsins. Til að samningurinn hafi áhrif þarf að innleiða efni hans í íslensk lög. Því miður geta íslensk stjórnvöld ekki státað af því að hafa náð því takmarki og stefna raunar í að verða meðal síðustu valdhafa aðildarríkja samningsins til að innleiða efni hans í lagabálka sína. SRFF er mikilsvert framfaraskref að því takmarki að tryggja réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins fjallar um sjálfstæða búsetu, félagslega þjónustu og rétt til þátttöku í samfélaginu. Fyrri liður greinarinnar segir að fatlaðir einstaklingar skuli hafa val um hvar, hvernig og með hverjum þeir búa. Að þeim verði ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað ný byggingarreglugerð er mikilsvert framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Reglugerðin gerir fötluðu fólki á Íslandi kleift að eiga val um búsetu. Engu að síður er víða pottur brotinn varðandi aðgengi. Auðvitað á aðgengi að vera í lagi alls staðar. Fatlaðir einstaklingar eiga að geta farið í verslanir, í heimsókn til ömmu, vina eða barnanna sinna án vandkvæða. Við byggjum öll þetta land og eigum öll að hafa tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á samfélagið. Forsendan fyrir því er að gera þjóðfélagið aðgengilegt, þannig að fatlað fólk geti t.d. tekið þátt í viðburðum tengdum börnum sínum eða komist inn á vinnustað eins og annað fólk. Í seinni hluta greinarinnar segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að margskonar félagsþjónustu, s.s. aðstoð inni á heimili og í búsetuúrræðum og öðrum stuðningi til samfélagsþátttöku. Í því felst persónulegur stuðningur til að geta lifað og tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Ég er ekki ein um að telja að notendastýrð, persónuleg aðstoð (NPA) gagnist fötluðu fólki best til að uppfylla þetta. Reynslan af NPA sem tilraunaverkefni sveitarfélaganna lofar góðu, úrræðið hefur reynst manneskjulegt og verulega valdeflandi í víðum skilningi þess orðs.Innihaldsríkara líf NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (Independent living) sem á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldarinnar. Hugmyndafræðin er að allar manneskjur, óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Að fatlað fólk eigi rétt á að ákveða og velja sjálft sína þjónustu, stjórna eigin lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Í raun færist valdið frá þjónustukerfinu yfir til fatlaðs fólks með NPA. Von mín er sú að NPA verði lögfest sem meginform þjónustu við fatlað fólk í árslok 2014 eins og stefnt hefur verið að. Áðurnefnd 19. grein veitir fötluðum einstaklingi vald til að taka einföldustu ákvarðanir sem ófatlaður einstaklingur teldi algjörlega sjálfsagða s.s. að fara út í búð, fara í bað, fara í skóla, baka heima hjá sér, halda matarboð o.s.frv. Fötluðu fólki yrði gert auðveldara og í sumum tilfellum kleift að sækja nám að eigin vali og stunda vinnu. Því yrði gert kleift að þroskast í sama umhverfi og ófatlaðir einstaklingar, þar sem fötlunin er ekki lengur hindrun og andlegt framlag/geta einstaklingsins yrði skýrara. Fatlaðir einstaklingar myndu öðlast nýja sýn á lífið. NPA stuðlar að innihaldsríkara lífi fatlaðrar manneskju og hvetur hana til dáða með þeim afleiðingum að framlag persónunnar og hún sjálf verður skýrari en fötlunin. Fatlað fólk vonar að innleiðing SRFF lyfti grettistaki í réttindabaráttu þess. Með 19. greininni er fötluðu fólki rétt mikið réttlætistól. Þeir sem hafa neistann í sér til að verða gerendur í eigin lífi koma raunverulega til með að geta það. „Kerfið“ mun eiga erfiðara með að gleypa fatlaða einstaklinga og fötlunarvæða þá enn frekar. Þeir munu rísa upp og skila sér öflugri út í lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var undirritaður fyrir Íslands hönd í marsmánuði 2007. Markmið hans er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við ófatlað fólk á öllum sviðum samfélagsins. Til að samningurinn hafi áhrif þarf að innleiða efni hans í íslensk lög. Því miður geta íslensk stjórnvöld ekki státað af því að hafa náð því takmarki og stefna raunar í að verða meðal síðustu valdhafa aðildarríkja samningsins til að innleiða efni hans í lagabálka sína. SRFF er mikilsvert framfaraskref að því takmarki að tryggja réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins fjallar um sjálfstæða búsetu, félagslega þjónustu og rétt til þátttöku í samfélaginu. Fyrri liður greinarinnar segir að fatlaðir einstaklingar skuli hafa val um hvar, hvernig og með hverjum þeir búa. Að þeim verði ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað ný byggingarreglugerð er mikilsvert framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Reglugerðin gerir fötluðu fólki á Íslandi kleift að eiga val um búsetu. Engu að síður er víða pottur brotinn varðandi aðgengi. Auðvitað á aðgengi að vera í lagi alls staðar. Fatlaðir einstaklingar eiga að geta farið í verslanir, í heimsókn til ömmu, vina eða barnanna sinna án vandkvæða. Við byggjum öll þetta land og eigum öll að hafa tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á samfélagið. Forsendan fyrir því er að gera þjóðfélagið aðgengilegt, þannig að fatlað fólk geti t.d. tekið þátt í viðburðum tengdum börnum sínum eða komist inn á vinnustað eins og annað fólk. Í seinni hluta greinarinnar segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að margskonar félagsþjónustu, s.s. aðstoð inni á heimili og í búsetuúrræðum og öðrum stuðningi til samfélagsþátttöku. Í því felst persónulegur stuðningur til að geta lifað og tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Ég er ekki ein um að telja að notendastýrð, persónuleg aðstoð (NPA) gagnist fötluðu fólki best til að uppfylla þetta. Reynslan af NPA sem tilraunaverkefni sveitarfélaganna lofar góðu, úrræðið hefur reynst manneskjulegt og verulega valdeflandi í víðum skilningi þess orðs.Innihaldsríkara líf NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (Independent living) sem á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldarinnar. Hugmyndafræðin er að allar manneskjur, óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Að fatlað fólk eigi rétt á að ákveða og velja sjálft sína þjónustu, stjórna eigin lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Í raun færist valdið frá þjónustukerfinu yfir til fatlaðs fólks með NPA. Von mín er sú að NPA verði lögfest sem meginform þjónustu við fatlað fólk í árslok 2014 eins og stefnt hefur verið að. Áðurnefnd 19. grein veitir fötluðum einstaklingi vald til að taka einföldustu ákvarðanir sem ófatlaður einstaklingur teldi algjörlega sjálfsagða s.s. að fara út í búð, fara í bað, fara í skóla, baka heima hjá sér, halda matarboð o.s.frv. Fötluðu fólki yrði gert auðveldara og í sumum tilfellum kleift að sækja nám að eigin vali og stunda vinnu. Því yrði gert kleift að þroskast í sama umhverfi og ófatlaðir einstaklingar, þar sem fötlunin er ekki lengur hindrun og andlegt framlag/geta einstaklingsins yrði skýrara. Fatlaðir einstaklingar myndu öðlast nýja sýn á lífið. NPA stuðlar að innihaldsríkara lífi fatlaðrar manneskju og hvetur hana til dáða með þeim afleiðingum að framlag persónunnar og hún sjálf verður skýrari en fötlunin. Fatlað fólk vonar að innleiðing SRFF lyfti grettistaki í réttindabaráttu þess. Með 19. greininni er fötluðu fólki rétt mikið réttlætistól. Þeir sem hafa neistann í sér til að verða gerendur í eigin lífi koma raunverulega til með að geta það. „Kerfið“ mun eiga erfiðara með að gleypa fatlaða einstaklinga og fötlunarvæða þá enn frekar. Þeir munu rísa upp og skila sér öflugri út í lífið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar