Jón Arnór sér eftir Peter Öqvist Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 06:30 Jón Arnór er fremsti körfuknattleiksmaður landsins. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15