Mótvægisaðgerðir ekki óviðráðanlegar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. apríl 2014 06:00 Félagar í Greenpeace-samtökunum notuðu að venju tækifærið á meðan loftslagsnefndin fundaði og vöktu athygli á málstað sínum. Vísir/AP Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur. Loftslagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur.
Loftslagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira