Ég, veiðiþjófurinn Einar S. Ólafsson stangveiðimaður skrifar 1. maí 2014 07:00 Ég, veiðiþjófurinn, ætla að leggja hérna nokkur orð í belg. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan þetta mál kom upp, hvernig á því gæti staðið að þjóðgarðsvörður legði svona mikið upp úr því að kæra veiðimann með nokkra urriða. Mér fannst undarlegt að úr því yrði svona mikið fár. Mér fannst líka undarlegt að það var komið í fjölmiðla áður en ég, hinn kærði, heyrði af því. Einhverja hagsmuni virtist þjóðgarðsvörður hafa af því að gera málið að fjölmiðlamáli. Það gerðist ekki bara fyrir tilviljun. Þannig að ég sannfærðist mjög fljótlega um það að hér héngi eitthvað meira á spýtunni. Enda kom í ljós að í kæru lögfræðings Þingvallanefndar, þar sem ég er kærður fyrir „meintar ólöglegar veiðar“, er setning sem er forsenda kærunnar og afhjúpar raunverulegan tilgang hennar, að ég tel. Setningin er eitthvað á þessa leið að lögmaður Þingvallanefndar efast um lögmæti veiðileyfasölu Kárastaða í Þingvallasveit. Á íslensku: Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kárastöðum. Í þessu samhengi langar mig að rifja það upp þegar Laxveiðilögin vöru sett á sínum tíma. Þau eru í grunninn mjög einföld, og hljóma svona: Laxveiðar í sjó eru bannaðar. En þó er þeim lögbýlum sem hafa haft hlunnindi af slíkum veiðum og skapast hefur hefð fyrir, heimilt að halda þeim áfram. Það vill segja, að löggjafaþing Íslendinga setti lög, en hefðin fyrir hlunnindaveiðum var sterkari en lögin. Nú, ef við yfirfærum þessa réttarfarslegu staðreynd yfir á þetta mál sem hér er upp komið, setjum það svo í samhengi við setninguna sem er í fyrrgreindri kæru, þar sem dreginn er í efa ótvíræður og óskilyrtur og þar að auki framseljanlegur veiðiréttur Kárastaða, gefur augaleið að ef löggjafinn hafði ekki vald til þess að svipta lögbýli réttinum til að veiða lax í sjó, þeirra sem hefðin hafði skapast hjá, þá verður erfitt held ég fyrir Þingvallanefnd eða þjóðgarðsvörð að finna þann dómara sem mundi dæma þann veiðirétt af Kárastöðum. Sjáiði til, samhengið er þetta. Ef dómari kæmist að þeirri niðurstöðu að ég væri sekur, þrátt fyrir að hafa keypt veiðileyfi á Kárastöðum, sem þjóðgarðsverði var raunar fullkunnugt um, hefði hann um leið samþykkt það sjónarmið Þingvallanefndar að veiðileyfasala Kárastaða væri markleysa. Fyrir einhverjum árum var þjóðgarðurinn á Þingvöllum stækkaður og nær í dag, allavega að einhverju leyti, yfir jörðina á lögbýlinu Kárastaðir. Sjálfsagt er það á þeim forsendum sem þjóðgarðsvörður telur sig geta ráðskast með veiðirétt umrædds lögbýlis. En stækkun þjóðgarðs getur ekkert frekar en lög um laxveiðar í sjó skert með nokkru móti veiðirétt eða veiðihefð fyrir löndum lögbýla. Þjóðgarðurinn getur sett reglur um veiði fyrir sínu landi, og hefur gert, en getur aldrei seilst með það regluverk inn á landsvæði skráðra lögbýla. Þar eru það eigendur eða ábúendur sem einir geta sett reglur um það hvernig veiðum skuli háttað innan sinna landamerkja. Um Þingvallavatn er ekki eiginlegt veiðifélag, í almennum skilningi. Það heitir Veiðifélag Þingvallavatns en er í raun félagskapur veiðiréttarhafa við Þingvallavatn. Og setur því ekki almennar reglur um veiðar í vatninu. Það er á hendi hvers og eins veiðirétthafa með hvaða hætti veiðar eru stundaðar. Þetta mál snýst afskaplega lítið um mína persónu, þó svo að nafnið mitt sé í kærunni. Hér er, með óttalega subbulegri stjórnsýslu, verið að reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þjóðgarðsvörður hefur látið út úr sér setningar sem allar bera þess keim að til standi að víkka út tjaldhælana, eins og: Ætli það sé ekki best að kaupa upp netaveiðirétt bænda í vatninu, og: Ef að það reynist rétt að verið sé að drepa urriða veiddan í net og á stöng í stórum stíl í vatninu, verður að bregðast við því. Í báðum ofangreindum setningum talar hann eins og sá sem valdið hefur. Hann setti ekki fram spurningu um það hvort bændur myndu hugsanlega vilja selja netaveiðirétt sinn, heldur gefur það í skyn með orðavalinu að það sé á hans valdi að einfaldlega framkvæma kaupin. Nú í seinni setningunni talar hann eins og hann einn eigi urriðann í vatninu. Hvað ef landeigendur og aðrir veiðirétthafar hafa bara engan áhuga á því að bregðast við urriðadrápi?? Af setningunni mætti ætla að hann einn ætti eða gæti ráðstafað öllum urriða í Þingvallavatni, stærsta náttúrulega stöðuvatni Íslands. Land þjóðgarðsins, það land sem þjóðgarðurinn raunverulega á, er einungis lítill hluti af því landsvæði sem að vatninu liggur og er það einlæg ráðlegging mín til allra sem að eiga hagsmuna að gæta, að spyrna við því karlmannlega fótum að áhrif þjóðgarðsmanna verði meiri við vatnið en sem nemur því hlutfalli. Gætum okkar vel á því að leggjast ekki á sveif með friðunarsinnum sem sýna af sér tilburði offara. Slíkir tilburðir hafa oftast forspárgildi. Sá dagur gæti nefnilega komið að friðunarsinnar fengju heldur meira í gegn en við ætluðum okkur. Með bestu veiðikveðjum, hinn kærði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, veiðiþjófurinn, ætla að leggja hérna nokkur orð í belg. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan þetta mál kom upp, hvernig á því gæti staðið að þjóðgarðsvörður legði svona mikið upp úr því að kæra veiðimann með nokkra urriða. Mér fannst undarlegt að úr því yrði svona mikið fár. Mér fannst líka undarlegt að það var komið í fjölmiðla áður en ég, hinn kærði, heyrði af því. Einhverja hagsmuni virtist þjóðgarðsvörður hafa af því að gera málið að fjölmiðlamáli. Það gerðist ekki bara fyrir tilviljun. Þannig að ég sannfærðist mjög fljótlega um það að hér héngi eitthvað meira á spýtunni. Enda kom í ljós að í kæru lögfræðings Þingvallanefndar, þar sem ég er kærður fyrir „meintar ólöglegar veiðar“, er setning sem er forsenda kærunnar og afhjúpar raunverulegan tilgang hennar, að ég tel. Setningin er eitthvað á þessa leið að lögmaður Þingvallanefndar efast um lögmæti veiðileyfasölu Kárastaða í Þingvallasveit. Á íslensku: Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kárastöðum. Í þessu samhengi langar mig að rifja það upp þegar Laxveiðilögin vöru sett á sínum tíma. Þau eru í grunninn mjög einföld, og hljóma svona: Laxveiðar í sjó eru bannaðar. En þó er þeim lögbýlum sem hafa haft hlunnindi af slíkum veiðum og skapast hefur hefð fyrir, heimilt að halda þeim áfram. Það vill segja, að löggjafaþing Íslendinga setti lög, en hefðin fyrir hlunnindaveiðum var sterkari en lögin. Nú, ef við yfirfærum þessa réttarfarslegu staðreynd yfir á þetta mál sem hér er upp komið, setjum það svo í samhengi við setninguna sem er í fyrrgreindri kæru, þar sem dreginn er í efa ótvíræður og óskilyrtur og þar að auki framseljanlegur veiðiréttur Kárastaða, gefur augaleið að ef löggjafinn hafði ekki vald til þess að svipta lögbýli réttinum til að veiða lax í sjó, þeirra sem hefðin hafði skapast hjá, þá verður erfitt held ég fyrir Þingvallanefnd eða þjóðgarðsvörð að finna þann dómara sem mundi dæma þann veiðirétt af Kárastöðum. Sjáiði til, samhengið er þetta. Ef dómari kæmist að þeirri niðurstöðu að ég væri sekur, þrátt fyrir að hafa keypt veiðileyfi á Kárastöðum, sem þjóðgarðsverði var raunar fullkunnugt um, hefði hann um leið samþykkt það sjónarmið Þingvallanefndar að veiðileyfasala Kárastaða væri markleysa. Fyrir einhverjum árum var þjóðgarðurinn á Þingvöllum stækkaður og nær í dag, allavega að einhverju leyti, yfir jörðina á lögbýlinu Kárastaðir. Sjálfsagt er það á þeim forsendum sem þjóðgarðsvörður telur sig geta ráðskast með veiðirétt umrædds lögbýlis. En stækkun þjóðgarðs getur ekkert frekar en lög um laxveiðar í sjó skert með nokkru móti veiðirétt eða veiðihefð fyrir löndum lögbýla. Þjóðgarðurinn getur sett reglur um veiði fyrir sínu landi, og hefur gert, en getur aldrei seilst með það regluverk inn á landsvæði skráðra lögbýla. Þar eru það eigendur eða ábúendur sem einir geta sett reglur um það hvernig veiðum skuli háttað innan sinna landamerkja. Um Þingvallavatn er ekki eiginlegt veiðifélag, í almennum skilningi. Það heitir Veiðifélag Þingvallavatns en er í raun félagskapur veiðiréttarhafa við Þingvallavatn. Og setur því ekki almennar reglur um veiðar í vatninu. Það er á hendi hvers og eins veiðirétthafa með hvaða hætti veiðar eru stundaðar. Þetta mál snýst afskaplega lítið um mína persónu, þó svo að nafnið mitt sé í kærunni. Hér er, með óttalega subbulegri stjórnsýslu, verið að reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þjóðgarðsvörður hefur látið út úr sér setningar sem allar bera þess keim að til standi að víkka út tjaldhælana, eins og: Ætli það sé ekki best að kaupa upp netaveiðirétt bænda í vatninu, og: Ef að það reynist rétt að verið sé að drepa urriða veiddan í net og á stöng í stórum stíl í vatninu, verður að bregðast við því. Í báðum ofangreindum setningum talar hann eins og sá sem valdið hefur. Hann setti ekki fram spurningu um það hvort bændur myndu hugsanlega vilja selja netaveiðirétt sinn, heldur gefur það í skyn með orðavalinu að það sé á hans valdi að einfaldlega framkvæma kaupin. Nú í seinni setningunni talar hann eins og hann einn eigi urriðann í vatninu. Hvað ef landeigendur og aðrir veiðirétthafar hafa bara engan áhuga á því að bregðast við urriðadrápi?? Af setningunni mætti ætla að hann einn ætti eða gæti ráðstafað öllum urriða í Þingvallavatni, stærsta náttúrulega stöðuvatni Íslands. Land þjóðgarðsins, það land sem þjóðgarðurinn raunverulega á, er einungis lítill hluti af því landsvæði sem að vatninu liggur og er það einlæg ráðlegging mín til allra sem að eiga hagsmuna að gæta, að spyrna við því karlmannlega fótum að áhrif þjóðgarðsmanna verði meiri við vatnið en sem nemur því hlutfalli. Gætum okkar vel á því að leggjast ekki á sveif með friðunarsinnum sem sýna af sér tilburði offara. Slíkir tilburðir hafa oftast forspárgildi. Sá dagur gæti nefnilega komið að friðunarsinnar fengju heldur meira í gegn en við ætluðum okkur. Með bestu veiðikveðjum, hinn kærði.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun