Endurvinnsla borgar sig Guðríður Ester Geirsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun