
Óuppgert voðaverk
1989 var eitt af þessum árum þegar stóratburðirnir komu í kippum: Hrun sovéska heimsveldisins, sjálft symból kalda stríðsins, Berlínarmúrinn, var hlutað í sundur og haft í minjagripi, böðull Rúmeníu, Sjáseskú, var hrakinn frá völdum og umrótið lyfti andófsmanninum Vaclav Havel til æðstu metorða í Tékklandi. Lítillega teygðist að vísu á falli Sovétríkjanna sjálfra en það fór ekki á milli mála hvert stefndi. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð eins og segir í frægu ljóði Steins Steinarr.
Ofsafengin viðbrögð
Fjöldamorðin í Beijing voru meðal mestu ótíðinda þessa viðburðaríka árs. Ég man varla eftir atburði sem hefur komið verr við mig. Ekki bara vegna þess að ég hafði verið þarna við nám nokkrum árum áður og tengdist því staðnum heldur líka vegna viðbragða yfirvalda sem voru mjög ofsafengin miðað við tilefnið. Það má margskömmuð nútímafjölmiðlun eiga að þarna birti hún okkur ófegraða instantmynd af stjórnvöldum þegar illa stóð á. Valdhafar í okkar heimshluta stjórna í krafti umboðs frá almenningi eftir leynilegar kosningar en í alræðisríkjum er engu slíku til að dreifa. Því betur sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda þeim mun tilbúnari verða þeir að beita öllum meðölum til að hanga á þeim með kjafti og klóm.
Kínverskir valdhafar kölluðu yfir sig hörð viðbrögð og sátu um skeið í skammarkrók almenningsálitsins. Ég skrifaði fyrir mína parta samansúrraða fordæmingargrein í tímaritið Mannlíf í júlí þetta sama ár, mánuði eftir ótíðindin, og þremur árum seinna birti Mogginn grein eftir mig, „Svívirða sem ekki á að gleymast“, sem andsvar við viðtali við sendifulltrúa í kínverska sendiráðinu í Reykjavík, en honum fannst orðið tímabært að slá striki yfir þessa óþægilegu atburði, sem hefðu hvort eð er verið ýktir úr öllu hófi og hálfpartinn verið að undirlagi erlendra aðila. Kínverskir valdhafar eru að sönnu löngu sloppnir úr sínum skammarkrók en fyrir bragðið verður heldur ekki undan því vikist að halda þessu máli vakandi.
Stórstígar breytingar og framfarir á fjölmörgum sviðum í Kína eru á allra vitorði. Það er náttúrlega fagnaðarefni enda var landið hálfpartinn eins og Norður-Kórea í lok menningarbyltingarinnar, seint á sjöunda áratug síðustu aldar. En þrátt fyrir miklar breytingar á mörgum sviðum er alræðisfyrirkomulagið í aðalatriðum enn við lýði. Þegar kemur að því að virða almenn mannréttindi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er Kína í hópi þeirra ríkja sem lakast standa.
Uppgjör forsenda stefnubreytingar
Strengilegt bann við allri umfjöllun um morðin á Torgi hins himneska friðar 1989 – og óþægilegar afleiðingar ef því er ekki sinnt – er auðvitað til marks um að hin mannskæða skriðdrekaárás forðum er fleinn í holdi valdhafa. Þeir vita upp á sig skömmina. Vonandi rennur upp sá dagur að þarna verði breyting á. Það er ekki fram á mikið farið að landsmenn fái að fara ofan í saumana á þessum atburðum, fá botn í það sem gerðist, veita fórnarlömbunum uppreisn æru og aðstandendum færi á að leita réttlætis.
Meðan stjórnvöld, hvort sem er í Kína eða annars staðar, hafa ekki gert upp við voðaverk fortíðarinnar sem framin eru í skjóli eða að undirlagi ríkisvalds er alltaf sú hætta fyrir hendi að slík voðaverk verði endurtekin. Uppgjör, á hvaða formi sem það er, er til marks um að stefnubreyting hafi átt sér stað.
Skoðun

Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands
Hrannar Baldursson skrifar

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar