Hvað gerir hreyfing fyrir þig? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun