Grætt á ferðamönnum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2014 07:00 Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar