Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður og Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. Svo virðist sem hlerunarúrskurður sem sérstakur saksóknari fékk í maí 2010 frá héraðsdómara hafi verið falsaður. Úrskurðurinn var veittur til að heimila hlerun á símum Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hreiðar Már kærði Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara og Benedikt Bogason þáverandi héraðsdómara en nú hæstaréttardómara til Ríkissaksóknara fyrir brot í opinberu starfi með vísan í þennan meinta falsaða úrskurð. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem er grundvöllur frávísunarkröfu Hreiðars í máli sérstaks saksóknara á hendur honum, sem þingfest var á dögunum. Í kærunni segir að því sé haldið fram í úrskurðinum að hann hafi verið veittur í Héraðsdómi Reykjavíkur og að Ólafur Þór hafi sótt þing fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Þar hafi hann lagt fram kröfu um símhlustun ásamt upplýsingaskýrslu. Hreiðar heldur því fram að ekkert af þessu sé rétt. Þvert á móti hafi þinghaldið verið haldið á heimili dómarans og skrifleg beiðni hafi ekki legið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur lögreglumenn á hans vegum. Einn lögreglumannanna sem sótti hlerunarúrskurðinn heim til dómarans staðfestir í samtali við fréttastofu að atvik hafi verið með þeim hætti sem Hreiðar lýsir. Benedikt vildi ekki tjá sig efnislega um þessar ásakanir við fréttastofu að öðru leyti en því að vísa í niðurstöðu Ríkissaksóknara. Hann sagðist hins vegar vísa ásökununum alfarið á bug. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að samkvæmt lögum fyrnist brot af þessu tagi á tveimur árum og taldist það því fyrnt á þeim tíma sem kæran kom fram. Þá segir í niðurstöðum Ríkissaksóknara að þær upplýsingar sem kunna að hafa verið rangar í úrskurðinum, það er staðsetning þinghaldsins, hver mætti og beiðnin sem vantaði, hafi enga þýðingu varðandi efni og niðurstöðu úrskurðarins. Tilgangurinn hafi verið lögmætur þó upplýsingarnar gætu hafa verið rangar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Svo virðist sem hlerunarúrskurður sem sérstakur saksóknari fékk í maí 2010 frá héraðsdómara hafi verið falsaður. Úrskurðurinn var veittur til að heimila hlerun á símum Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hreiðar Már kærði Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara og Benedikt Bogason þáverandi héraðsdómara en nú hæstaréttardómara til Ríkissaksóknara fyrir brot í opinberu starfi með vísan í þennan meinta falsaða úrskurð. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem er grundvöllur frávísunarkröfu Hreiðars í máli sérstaks saksóknara á hendur honum, sem þingfest var á dögunum. Í kærunni segir að því sé haldið fram í úrskurðinum að hann hafi verið veittur í Héraðsdómi Reykjavíkur og að Ólafur Þór hafi sótt þing fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Þar hafi hann lagt fram kröfu um símhlustun ásamt upplýsingaskýrslu. Hreiðar heldur því fram að ekkert af þessu sé rétt. Þvert á móti hafi þinghaldið verið haldið á heimili dómarans og skrifleg beiðni hafi ekki legið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur lögreglumenn á hans vegum. Einn lögreglumannanna sem sótti hlerunarúrskurðinn heim til dómarans staðfestir í samtali við fréttastofu að atvik hafi verið með þeim hætti sem Hreiðar lýsir. Benedikt vildi ekki tjá sig efnislega um þessar ásakanir við fréttastofu að öðru leyti en því að vísa í niðurstöðu Ríkissaksóknara. Hann sagðist hins vegar vísa ásökununum alfarið á bug. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að samkvæmt lögum fyrnist brot af þessu tagi á tveimur árum og taldist það því fyrnt á þeim tíma sem kæran kom fram. Þá segir í niðurstöðum Ríkissaksóknara að þær upplýsingar sem kunna að hafa verið rangar í úrskurðinum, það er staðsetning þinghaldsins, hver mætti og beiðnin sem vantaði, hafi enga þýðingu varðandi efni og niðurstöðu úrskurðarins. Tilgangurinn hafi verið lögmætur þó upplýsingarnar gætu hafa verið rangar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30