Góð byrjun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2014 06:00 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun