Aðhald í krafti upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2014 06:00 Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun