Græjustríð nútímaforeldris Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2014 13:00 Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun