Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Jón Bender, formaður KKDÍ, fyrir miðju. Með honum á myndinni eru Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vísir/Daníel „Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
„Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira