Blikur á lofti í íslenskri hestamennsku Hallgerður Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2014 07:00 Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun