Matur og merkingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júlí 2014 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun