
Eru höft hagstjórnartæki eða neyðarráðstöfun?
Við þessa ákvörðun er margt að athuga.
Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunarefni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélaganna sem í hlut eiga og hagsmunir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt?
Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til réttlætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðarlausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið.
Hættuleg aðlögun að höftum
Bæði rökin lýsa hættulegri aðlögun hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar.
Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðlabankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjárfestingar erlendis. Slík langtímahöft munu bara eyðileggja áhættudreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarfsemi og gera þá enn háðari fjárfestingum í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyriskerfisins og kerfinu breytt í eitthvað sem líkist mun meira gegnumstreymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum.
En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höftin meina lífeyrissjóðum fjárfestingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarfsemi sinni. Ástæða þeirrar hindrunar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyristrygginga til 30 þúsund einstaklinga. Höftin eru þannig takmörkuð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja haftaskref útilokar sölu lífeyristrygginga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindrun í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarfsemi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyrissjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan.
Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagnvart innlendum tryggingafyrirtækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyfist. Ef það væru tæk rök væru höftin ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráðanlegri hættu, heldur hagstjórnartæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskiptalífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlendum í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipulegum hætti til að tryggja að innlendum framleiðendum og þjónustuaðilum líði alltaf vel innan þeirra?
Af hverju ekki herða þá meira?
Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar?
Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin.
Skoðun

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar