Óskynsamlegt að skella í lás Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2014 06:00 Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar