Út fyrir rammana Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun