Til byrði eða bóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun