Ekkert sem kemur á óvart Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:56 Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar