„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ Ingvar Haraldsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Sigrún Magnúsdóttir segir ekki mikið að í íslensku samfélagi fyrst lekamálið er fyrsta frétt í sjónvarpi vikum saman. vísir/gva/daníel Þingflokkur Pírata hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í haust. Þingmenn allra flokka sem rætt var við í gær segja þingflokka sína eiga eftir að funda til að taka afstöðu til vantrauststillögunnar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur of mikið gert úr málinu. „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku.“ Sigrún segist virða ákvörðun Hönnu Birnu um að óska eftir því að stíga til hliðar sem ráðherra dómsmála. Sigrún tekur þó undir að alvarlegt sé að búið sé að ákæra aðstoðarmann Hönnu Birnu. „Auðvitað ber sérhver yfirmaður ábyrgð á sínum undirmönnum. Enda er búið að víkja Gísla Frey úr sæti og hún ætlar ekki að koma nálægt dómsmálum, en mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð,“ segir hún. Afstaða þingflokks Framsóknarflokksins til vantrauststillögunnar mun skýrast betur eftir að þingflokkurinn fundar á þriðjudag að sögn Sigrúnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun einnig funda á þriðjudaginn og þá mun vantrauststilaga Pírata gegn Hönnu Birnu verða rædd, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti vill Ragnheiður ekki tjá sig um málið.Bjarni BenediktssonBjarna finnst Hanna Birna hafa brugðist rétt við Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að Hanna Birna hefði „brugðist samstundis við með ábyrgum hætti“ með því að óska eftir því að hætta sem ráðherra dómsmála. „Það er ekkert fram komið í þessu máli sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða vitneskju um þetta lekamál,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort Hanna Birna nyti enn trausts sagði Bjarni: „Ráðherra sem situr í ríkisstjórninni nýtur trausts.“ Bjarni bætti við að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ættu eftir að ræða saman áður en þeir tækju afstöðu til óskar Hönnu Birnu um að segja sig frá dómsmálum. „Mér finnst Hanna Birna ekki hafa náð að gert hreint fyrir sínum dyrum og það er enn stórum spurningum ósvarað,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir: „Það hefði verið hyggilegast fyrir Hönnu Birnu að stíga til hliðar fyrr í þessu ferli.“ Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Þingflokkur Pírata hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í haust. Þingmenn allra flokka sem rætt var við í gær segja þingflokka sína eiga eftir að funda til að taka afstöðu til vantrauststillögunnar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur of mikið gert úr málinu. „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku.“ Sigrún segist virða ákvörðun Hönnu Birnu um að óska eftir því að stíga til hliðar sem ráðherra dómsmála. Sigrún tekur þó undir að alvarlegt sé að búið sé að ákæra aðstoðarmann Hönnu Birnu. „Auðvitað ber sérhver yfirmaður ábyrgð á sínum undirmönnum. Enda er búið að víkja Gísla Frey úr sæti og hún ætlar ekki að koma nálægt dómsmálum, en mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð,“ segir hún. Afstaða þingflokks Framsóknarflokksins til vantrauststillögunnar mun skýrast betur eftir að þingflokkurinn fundar á þriðjudag að sögn Sigrúnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun einnig funda á þriðjudaginn og þá mun vantrauststilaga Pírata gegn Hönnu Birnu verða rædd, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti vill Ragnheiður ekki tjá sig um málið.Bjarni BenediktssonBjarna finnst Hanna Birna hafa brugðist rétt við Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að Hanna Birna hefði „brugðist samstundis við með ábyrgum hætti“ með því að óska eftir því að hætta sem ráðherra dómsmála. „Það er ekkert fram komið í þessu máli sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða vitneskju um þetta lekamál,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort Hanna Birna nyti enn trausts sagði Bjarni: „Ráðherra sem situr í ríkisstjórninni nýtur trausts.“ Bjarni bætti við að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ættu eftir að ræða saman áður en þeir tækju afstöðu til óskar Hönnu Birnu um að segja sig frá dómsmálum. „Mér finnst Hanna Birna ekki hafa náð að gert hreint fyrir sínum dyrum og það er enn stórum spurningum ósvarað,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir: „Það hefði verið hyggilegast fyrir Hönnu Birnu að stíga til hliðar fyrr í þessu ferli.“
Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39