Kynþáttaspenna með djúpar rætur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun