Andstaða á röngum forsendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun