„Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. september 2014 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á!
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar