Fimm ára bið Liverpool loks á enda í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brendan Rodgers vill byrja leiktíðina í Meistaradeild Evrópu með sigri. vísir/getty „Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
„Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira