Ung kona með heila – GISP! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. september 2014 10:00 Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun