Sérréttindarisinn er með yfirgang Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. september 2014 06:00 Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar