Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2014 13:21 Ármann Höskuldsson Vísi/Auðunn/Egill Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira