Heimilisvinur bregst Elín Hirst skrifar 2. október 2014 07:00 MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun