Ógnin í Eldvörpum Ellert Grétarsson skrifar 16. október 2014 07:00 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bárðarbunga Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar