Framhaldsskóli fyrir alla Árni Páll Árnason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar