Framhaldsskóli fyrir alla Árni Páll Árnason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar