Framhaldsskóli fyrir alla Árni Páll Árnason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun